Hjarðartúni 3

Ólafsvík

Sími: 433 6931

         433 6932

Fax: 436 1303

jadar@snb.is

11. febrúar 2015

Glæsilegt Þorrablót!

Nærri 90 manns tóku þátt í hinu árlega Þorrablóti á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík í gær.
Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður, bauð gesti velkomna og greindi frá þorrablótshefðinni á heimilinu. Færði hún starfsfólki sínu sínar bestu þakkir fyrir mikilsvert starf og dugnað við undirbúning kvöldsins.
Að venju var glatt á hjalla, mikið sungið og stiginn dans fram eftir kvöldi....
Veislustjóri, var hinn góðkunni Gísli S. Einarsson, fv. þingmaður og bæjarstjóri á Akranesi.
Fórst honum veislustjórnin vel úr hendi, lék á harmonikkuna, sagði sögur og stýrði fjöldasöng eins og honum er einum lagið.
Helgi Kristjánsson sagði frá skemmtileg ferðalagi sínu og Lionsfélaga þar sem þeir sungu fyrir gesti á erlendri grund.
Söngkvartettinn vinsæli, „Hinir síungu“ undir stjórn og við undirleik Valentínu Kay, flutti veislugestum nokkur lög við góðar undirtektir veislugesta.
Þótti blótið heppnast einstaklega vel og hlakka nú allir til þess næsta!

Sjá fleiri myndir hér…